49 Umsagnir
3.55
Seríur
Hluti 91 af 101
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
34Mín

Lífsreynslusögur Vikunnar: 91

Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir Hljóðbók

Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

– Stórfurðulegur draumur:
„ Allt frá því að ég var unglingur hefur mig öðru hverju dreymt fyrir atburðum sem síðar hafa gerst. Upprunalega gaf ég draumum mínum engan sérstakan gaum en þegar ég áttaði mig á því að ég gæti séð fyrir ýmislegt sem ætti eftir að gerast fór ég að leggja á minnið það sem mig dreymdi og jafnvel segja vinkonunum frá draumunum ef ske kynni að þeir myndu rætast.“

– Skortur á skilningi varð fjötur um fót:
„Mér fannst gaman í skólanum þegar ég var lítill drengur en það harðnaði smám saman á dalnum. Ég kláraði skólagönguna á hörkunni einni saman en þurfti lengi að berjast við skilningsleysi. Ég vissi að ég ætti við vandamál að stríða en vissi ekki af hverju og aðrir virtust ekki viðurkenna það.“

– Amman sem lét sig hverfa:
„Yfirleitt heyrast bara sögur af karlmönnum sem stinga fjölskylduna af þegar „byrðin“ er að sliga þá og konan situr eftir í súpunni. Fyrir nokkrum árum upplifði nágranni minn það að konan hans flutti út frá honum og börnunum og hann sat eftir með sárt ennið.“

– Ætla að verða rík! :
„Þegar ég var þrítug breyttist líf mitt til mikilla muna. Ég stóð á tímamótum og framtíðin beið eins og óskrifað blað. Tveir atburðir urðu í raun til þess að ég breytti algjörlega um stefnu í lífinu..“

– Missti kærastann í sértrúarsöfnuð:
„Vinur minn var svolítill skýjaglópur og þess vegna hafði enginn í fjölskyldunni áhyggjur af veru hans í andlegum söfnuði fyrr en það var orðið allt of seint. Hann var í háskóla og í sambúð með yndislegri stelpu en allt kom fyrir ekki, hann var orðinn heltekinn af boðskap safnaðarins og fórnaði öllu fyrir hann!“

© 2022 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789180569729 Titill á frummáli: Lífsreynslusögur Vikunnar

Skoða meira af