58 Umsagnir
4.05
Seríur
Hluti 93 af 101
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
44Mín

Lífsreynslusögur Vikunnar: 93

Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir Hljóðbók

Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

– Dýrkeypt lexía:
„Ég bjó ein með ungum syni mínum þegar ég kynntist manni. Hann var afar heillandi, bæði myndarlegur og skemmtilegur, enda féll ég kylliflöt fyrir honum. Hann átti þó eftir að sýna sitt rétta andlit sem var ekki eins fallegt og sýndist í fyrstu.“

– Konur eru ekki konum verstar! :
„Þegar ég hafði haft konur sem yfirmann í tvígang og verið ósátt við báðar var ég farin að halda að konur væru lélegir stjórnendur. Ef ég kvartaði yfir þeim við vini fékk ég stundum að heyra að konur væru konum verstar, sérstaklega frá karlmönnum. Nú hef ég komist að því að það er bara rugl.“

– Ást við fyrstu sýn:
„Þegar ég hitti Nonna í fyrsta sinn upplifði ég ást við fyrstu sýn. Það sama má segja um hann. Verst var að við vorum bæði gift.“

– Hjónaband frá helvíti:
„Aðeins tvítug að aldri kynntist ég Magnúsi, manninum mínum. Áður en ég vissi af var ég komin í sambúð með honum, orðin ófrísk og líf mitt farið að stjórnast algjörlega af skapofsaköstum hans. Það væri bara uppgjöf að yfirgefa hann, fannst mér og auk þess vissi ég að ást mín myndi fyrr eða síðar breyta honum. Ó, hvað mér skjátlaðist.“

– Lamaðist af eitri og ótta:
„Síðustu þrjú árin höfðu reynst mér þrautin þyngri. Ég hafði misst manninn minn, 35 ára að aldri, úr krabbameini, sonur okkar fékk greininguna ADHD um svipað leyti og móðir mín lést vegna ofdrykkju. Ég trúði að guðirnir hefðu reynt nægilega á sálarheill mína þegar þarna var komið en það var fjarri lagi.“

© 2022 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789180621397 Titill á frummáli: Lífsreynslusögur Vikunnar

Skoða meira af