45 Umsagnir
4.09
Seríur
Hluti 95 af 101
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
41Mín

Lífsreynslusögur Vikunnar: 95

Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir Hljóðbók

Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

– Maðurinn minn vildi ekki barnið okkar:
„Við hjónin áttum fjögur yndisleg börn, þrjú stálpuð og eitt tveggja ára, þegar ég varð óvænt ófrísk. Ég var heimavinnandi og við höfðum það ágætt fjárhagslega. Viðbrögð eiginmannsins við fjölguninni komu mér illilega á óvart.“

– Ofbeldi leynist víða:
„Oft gerast skelfilegir atburðir í skjóli heimilisins og þótt nágranna gruni kannski að eitthvað sé í gangi vilja þeir ekki skipta sér af. Ég er komin á þá skoðun að hægt væri að bjarga sálarheill margra barna með því einmitt að vera afskiptasamur. Miðað við sífellt fleiri kærur til Barnaverndar held ég að fleiri séu á sama máli.“

– Erfið ákvörðun:
„Ég hélt að ég þekkti manninn minn orðið vel eftir tíu ára farsælt hjónaband. Það reyndist ekki vera alveg rétt og þegar hann hafnaði barni mínu úr fyrra hjónabandi kom það mér illilega á óvart..“

– Í leit að lífshamingju:
„Æska mín var einmanaleg og oft erfið og fékk ég mun meiri hlýju frá foreldrum vina minna en mínum eigin. Strax á unglingsárunum ákvað ég að eignast sjálf stóra og samheldna fjölskyldu þegar ég yrði fullorðin. Það reyndist þó þrautin þyngri.“

– Lygaflækja:
„Þegar þeir atburðir gerðust sem ég ætla að segja frá bjó ég ein með syni mínum í lítilli íbúð á góðum stað í Reykjavík. Ég var í námi og hann á leikskóla. Eftir skilnað við föður drengsins var ég um tíma í sambandi sem gekk ekki upp vegna þess að ég uppgötvaði að ég hafði einungis farið inn í það samband til að fá huggun í þeirri vanlíðan sem skilnaðurinn við barnsföður minn olli mér..“

© 2022 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789180626804 Titill á frummáli: Lífsreynslusögur Vikunnar

Skoða meira af