74 Umsagnir
4.09
Seríur
Hluti 96 af 101
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
40Mín

Lífsreynslusögur Vikunnar: 96

Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir Hljóðbók

Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

– Stækkandi fjölskylda:
„Við Gummi höfðum þekkst um skeið þegar við felldum hugi saman sumarið sem ég varð 23 ára. Í honum fann ég sálufélaga minn og besta vin.“

– Búin að finna jólagleðina:
„Sem barn gat ég ómögulega skilið af hverju jafnaldrar mínir hlökkuðu til jólanna. Fyrir mér var þetta hræðilegur árstími og slæmar minningar sem voru tengdar jólunum sátu í mér allt árið. Ljósið í myrkrinu var stóra systir mín sem kom mér oft til að brosa og gleðjast yfir jólahátíðina. Foreldrar mínir sáu hins vegar til þess að mér fannst þetta ömurlegur árstími í fjöldamörg ár.“

– Dularfulla konan:
„Ég er deildarstjóri á stórum vinnustað í Reykjavík. Með reglulegu millibili þarf ég að ráða verktaka í tímabundna vinnu við skýrslugerð og í mörg ár skipti ég við sama aðilann. Þegar hann hætti störfum þurfti ég að finna nýjan og þóttist heppin þegar ég datt niður á unga, ljúfa konu með glimrandi góð meðmæli.“

– Drauma ber að virða:
„Ég hef alla tíð verið berdreymin þrátt fyrir að hafa ekki þroskað þennan hæfileika minn sérstaklega og í gegnum árin hefur mig oft dreymt fyrir tíðindum, sérstaklega sem varða mig og fjölskyldu mína. Draumar eru merkilegt og í raun einstakt fyrirbæri, sem taka ber mark á.“

– Vinur er sá er í raun reynist:
„Ég hafði oft heyrt að maður ætti ekki að treysta um of á vináttu samstarfsfólks síns. Slíkar alhæfingar fannst mér barnalegar, persónuleiki einstaklinganna hlyti að vega þyngra en nokkrar krónur í launaumslagið til viðbótar og þær gætu varla kostað þig vináttu vinnufélaganna. Ég átti eftir að reka mig á það að öfundin er sterkt afl í mannssálinni og virðist geta náð tökum á flestum..“

© 2022 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789180626811 Titill á frummáli: Lífsreynslusögur Vikunnar

Skoða meira af