55 Umsagnir
3.93
Seríur
Hluti 97 af 101
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
39Mín

Lífsreynslusögur Vikunnar: 97

Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir Hljóðbók

Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

- Fyrirlitin vegna fjárhagsörðugleika:
„Fyrir um það bil fimmtán árum bjuggum við hjónin í lítilli, tveggja herbergja íbúð sem við áttum skuldlausa. Ég var ófrísk og við sáum fram á að geta ekki búið í þessu litla plássi með þrjú börn þótt við hefðum látið okkur hafa það með tvö.“

- Veik dóttir mín lögð í einelti:
„Raunum dóttur minnar lauk ekki þegar hún sigraðist á erfiðu krabbameini, heldur upplifði hún ömurlega tíma í leikskóla og síðar í grunnskóla. Hún hafði fitnað vegna steralyfja sem hún tók og var m.a. lögð í einelti af þeim sökum. Fagfólk á þessum stöðum sá ekki ástæðu til að koma henni til hjálpar.“

- Fátt verður tvítugum að falli ...
„Ég skildi, til allrar blessunar, við manninn minn eftir vægast sagt erfitt hjónaband og nýtt ástarsamband var alls ekki á dagskránni. Það breyttist þó þegar ég fór í sumarbústaðarferð með nokkrum gömlum vinum mínum.“

- Sálumessa hjónabands:
„Fyrir tólf árum flutti ég út á land ásamt tveimur börnum mínum. Ég vann mikið, hafði góð laun og var þess fyrir utan vel stæð. Ég var nýskilin og mig grunaði ekki að ég væri að fara úr öskunni í eldinn.“

- Kraftaverkastelpurnar mínar:
„Ég á tvær yndislegar dætur en ekki gekk áfallalaust að koma þeim í heiminn. Báðar fæddust þær í útlöndum, sú eldri í Guatemala og hin í Svíþjóð. Minnstu munaði að yngri telpan lifði fæðinguna ekki af.“

© 2022 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789180627436 Titill á frummáli: Lífsreynslusögur Vikunnar

Skoða meira af