53 Umsagnir
4.11
Seríur
Hluti 98 af 101
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
41Mín

Lífsreynslusögur Vikunnar: 98

Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir Hljóðbók

Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

- Samstarfið eyðilagði sambandið:
„Anna, systir mín, sem er tveimur árum eldri en ég, var besta og nánasta vinkona mín. Við opnuðum saman tískuvöruverslun þegar við vorum um þrítugt og létum þar með gamlan draum rætast. Samstarfið gekk illa og nú eru þau örlitlu samskipti sem við eigum þvinguð og óþægileg. Þótt það sé erfitt kýs ég það samt fremur en samskiptin eins og þau voru.“

- Hún eyðilagði samband hans við börnin:
„Fyrir tíu árum hélt maðurinn minn fram hjá mér og í kjölfarið skildum við. Hann hitti börnin okkar nokkuð reglulega eftir skilnaðinn en eftir að nýja konan hans kom til skjalanna hefur sambandið við þau versnað og það elsta talar helst ekki við föður sinn.“

- Maður bestu vinkonu minnar reyndi við mig:
„Ég var 32 ára þegar ég kynntist Þórunni, vinkonu minni. Ég flutti í hús skáhallt á móti henni og kynntist henni í gegnum syni okkar. Við urðum fljótlega perluvinkonur og værum eflaust enn í dag ef ekki væri fyrir mann hennar sem tókst að eyðileggja vinskapinn.“

- Örlagaríkur bíltúr:
„Þegar ég byrjaði í nýjum skóla, 13 ára gamall, kynntist ég tveimur strákum, Kidda og Óla, sem voru með mér í bekk. Þeir höfðu verið vinir frá því þeir voru mjög litlir, enda búið við sömu götuna næstum frá fæðingu. Kynni mín af þeim höfðu ekkert gott í för með sér.“

- Danski draumaprinsinn:
„ Fyrir nokkrum árum bjó ég í Danmörku og stundaði nám í háskóla þar. Árin úti voru frábær, skólinn fínn og fólkið gott. Ég eignaðist fljótlega danskan kærasta sem gaf mér nýja sýn á mannlegt eðli en hann breyttist á stuttum tíma úr prinsi í frosk.“

© 2022 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789180613514 Titill á frummáli: Lífsreynslusögur Vikunnar

Skoða meira af