
Sögusvið Storytel: 01 – Ólafur Ragnar Grímsson
- Höfundur:
- Storytel
- Lesari:
- Ólafur Ragnar Grímsson, Halldór Guðmundsson
Hljóðbók
Hljóðbók: 16. nóvember 2021
- 20 Umsagnir
- 4.25
- Seríur
- Hluti 1 af 7
- Tungumál
- Íslenska
- Flokkur
- Óskáldað efni
- Lengd
- 30Mín
Sögusvið Storytel: 01 – Ólafur Ragnar Grímsson
Höfundur: Storytel Lesari: Ólafur Ragnar Grímsson, Halldór Guðmundsson HljóðbókÓlafur Ragnar Grímsson ætlaði aldrei að gerast rithöfundur. Það var fyrir tilstilli Kára Stefánssonar sem hann skrifaði Sögur handa Kára, samnefnda hlaðvarpsþætti á Storytel sem komu svo út á prenti, og þaðan var ef til vill ekki aftur snúið.
Ný bók hans, Rætur, er afar persónuleg frásögn Ólafs af leit sinni að svörum við spurningum um eigið líf. Hér ræðir hann við Halldór Guðmundsson um reynslu sína og sambönd, og æskuna sem lituð var af veikindum móður hans.
Sögusvið Storytel eru skemmtilegir spjallþættir um bókmenntir og allt sem þeim við kemur. Þættirnir eru byggðir á samtölum ýmissa vel þekktra rithöfunda og bókmenntaunnenda, sem fara um víðan völl í spjallinu á Sögusviðinu. Til viðtals eru höfundar nýrri jafnt sem eldri verka, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa nýlega fært verk sín yfir á hljóðform hjá Storytel. Sögusviðinu er dreift bæði í hljóði og mynd og er aðgengilegt á öllum helstu veitum.
Skoða meira af


Þúsundir raf- og hljóðbóka í símann þinn
Njóttu þess að hlusta ótakmarkað á bókasafnið okkar hvar og hvenær sem er.