Sofðu

Sofðu er röð ánægjulegra leskafla sem byggja á vísindalega gagnreyndum aðferðum við að sleppa takinu á hugsunum og amstri dagsins, róa hugann og vinda ofan af spennunni í líkamanum. Textinn hjálpar þér að sleppa smátt og smátt tökunum á því sem heldur fyrir þér vöku með því að virkja skilningarvitin og ímyndunaraflið. Lesturinn veitir vellíðan og hvetur þig til að taka því sem að höndum ber af ró og æðruleysi. Það má hlusta á hverja sögu í heild eða leyfa sér að líða út af áður en hún klárast. Það má hlusta á nýja sögu á hverju kvöldi eða aftur og aftur á sína eftirlætissögu. Höfundur sagnanna er Helena Kubicek Boye, sálfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari, sem unnið hefur á sviði svefnvandamála í 15 ár.