Á flögri: 07

3.8 Umsagnir
0
Episode
7 of 10
Lengd
40Mín.
Tungumál
Íslenska
Gerð
Flokkur
Óskáldað efni

Hann stundar hrossalækningar og hefur skrifað bók sem heitir Hestaheilsa og er hálfgerð biblía hestamanna um heilsufar íslenskra hesta. Færri vita að hann og Georg Bjarnfreðarson eiga örlítið sameiginlegt. Maðurinn segir sína meiningu óhikað og hefur tekist á við að lækna ýmis mein með ágætum árangri, sem sumir hefðu vart látið sér detta í hug. Hann telur senn leitun að íslenskum hesti á Íslandi því íslenskt hestakyn stækkar og stækkar og telur okkar maður ekki endilega tóma kosti við þá þróun. Ofeldi er eitt helsta vandamálið í hestamennsku nútímans að hans sögn. Við hittum hestadýralækni og ræðum við hann um ýmislegt annað en eingöngu hross.

Þátturinn Á flögri er hugsaður sem notaleg samvera með Íslendingum sem sinna ólíkum störfum og áhugamálum. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum slæðast spurningar um allt annað en aðalstarfið með í spjallið.

Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir. Ljósmyndari fyrir kápu: Eva Lind.


Hlustaðu og lestu

Stígðu inn í heim af óteljandi sögum

  • Lestu og hlustaðu eins mikið og þú vilt
  • Þúsundir titla
  • Getur sagt upp hvenær sem er
  • Engin skuldbinding
Prófa frítt
is Device Banner Block 894x1036

Other podcasts you might like ...