Leikmaður kynnir Biblíuna er hlaðvarp þar sem Stefán Birgir Stefáns (Leikmaður les Biblíuna á Facebook) fer yfir það merka rit sem Biblían er og kynnir hana fyrir hlustendum. Hver þáttur tekur fyrir kafla úr Bíblíunni, hvort sem það er Sköpunarsagan, Nóa Flóðið eða uppruni Páska, og skoðar hann út frá sögulegu og bókmenntafræðilegu sjónarhorni, jafnt og hvernig mismunandi útgáfur af kristni taka fyrir það sem kemur þar fram.
Stefán hefur undanfarin áratug rekið Facebook síðuna Leikmaður les Biblíuna, en hann stofnaði síðuna eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að of margir væru að nota Biblíuna í vondum tilgangi og fannst mikilvægt að allir ættu að þekkja ritið; bæði það góða og það vonda.
Þáttur 1 – Sköpun Leikmaður fer yfir þær tvær sköpunarsögur sem koma fyrir í Fyrstu bók Móses, þar sem Guð skapar heiminn, risaeðlurnar og Adam og Evu, á sjö dögum.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland