Lífsreynslusögur Vikunnar: 04

3.8 Umsagnir
0
Episode
4 of 105
Lengd
38Mín.
Tungumál
Íslenska
Gerð
Flokkur
Óskáldað efni

Lífsreynslusögur Vikunnar eru nýr liður hjá Storytel í samstarfi við Vikuna. Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

- Dularfull veikindi: „Fyrir mörgum árum veiktist vinkona mín og varð um tíma óvinnufær. Íþrótt sem hún stundaði og sýndi snilldartakta í þurfti hún að leggja á hilluna. Allir í kringum hana voru áhyggjufullir, ekki síst maðurinn hennar sem sýndi henni mikla umhyggju. En ekki var allt eins og sýndist.“

- Fjandsamleg mágkona: „Ég var 18 ára þegar ég kynntist Halldóri. Hann var mjög myndarlegur í útliti og auk þess feiminn og hógvær sem mér fannst ótrúlega sjarmerandi. Með árunum komst ég reyndar að því að þeir kostir hans voru líka gallar. Oftar en ekki var hann algjör þumbari og sama má segja um flesta í fjölskyldu hans.“

- Fyrirheitna landið: „Þegar ég missti vinnuna fyrir einu og hálfu ári ákváðum við hjónin að flytja til Frakklands í leit að betra lífi. Eftir langa búsetu á Íslandi hlakkaði maðurinn minn til að koma „heim“ en hann er franskur. Landið hans hafði þó breyst mikið síðan við bjuggum þar síðast, mun meira en okkur grunaði.“

- Draumaveröld sem hrundi: „Þegar ég var rúmlega tvítug kynntist ég yndislegum manni sem ég varð mjög ástfangin af. Hann endurgalt tilfinningar mínar og mánuði eftir að við byrjuðum að vera saman hófum við sambúð. Ég hafði aldrei upplifað aðra eins ást og fimm árum seinna hafði hún ekkert dofnað. Ein kvöldstund eyðilagði allt sem við höfðum byggt upp saman og kenndi mér að fara varlega í að taka öllu sem sjálfsögðum hlut.“


Hlustaðu og lestu

Stígðu inn í heim af óteljandi sögum

  • Lestu og hlustaðu eins mikið og þú vilt
  • Þúsundir titla
  • Getur sagt upp hvenær sem er
  • Engin skuldbinding
Prófa frítt
is Device Banner Block 894x1036

Other podcasts you might like ...