Lífsreynslusögur Vikunnar eru nýr liður hjá Storytel í samstarfi við Vikuna. Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Feimna bekkjarsystirin: „Á unglingsárunum reyndi ég að vingast við bekkjarsystur mína sem mér fannst vera svolítið afskipt án þess þó að hún væri lögð í einelti. Löngu síðar fagnaði ég því að hafa ekki reynt meira til að kynnast henni.“
- Húsið: „Við hjónin leigðum um tíma lítið hús úti á landi, sem stóð svolítið sér. Okkur leið svolítið skringilega þar og þegar ég komst til botns í því sem var í gangi og tækifæri gafst, greip ég til minna ráða.“ - Fyrrverandi dóttir: „Ég var á öðru árinu þegar foreldrar mínir skildu og að verða fimm ára þegar mamma tók saman við annan mann. Við það tók líf mitt miklum breytingum.“
- Sorgin á sér ýmsar myndir: „Móðursystir mín bjó í næsta nágrenni við mig og fjölskyldu mína og á unglingsárunum passaði ég stundum litla strákinn hennar. Maðurinn hennar var algjör karlremba, kannski ekki slæmur maður en óskaplega upptekinn af sjálfum sér. Það kom þó öllum illilega á óvart hvernig hann kom fram við konu sína þegar hún þurfti mest á honum að halda.“
- Furðulega flugfreyjan: „Bróðir minn var mjög ástfanginn af konu sem starfaði sem flugfreyja og þau voru saman í nokkur ár. Við fjölskyldan vorum líka mjög hrifin af henni en það átti eftir að breytast.“
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland