Lífsreynslusögur Vikunnar: 33

4.1 Umsagnir
0
Episode
33 of 105
Lengd
43Mín.
Tungumál
Íslenska
Gerð
Flokkur
Óskáldað efni

Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar.

Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

- Kvöldið sem ég kyssti stelpu: „Ég hafði barist lengi við þá tilfinningu að laðast ekki að gagnstæðu kyni. Í mínum huga voru það óskráð lög að eignast kærasta og þegar ég varð fjórtán ára einsetti ég mér það að missa meydóminn. Mér var í raun sama hver yrði valinn til verksins. Fyrir mér var þetta verkefni sem þurfti að leysa og það sem allra fyrst. Þegar ég kynntist Björgu breyttist síðan allt.“

- Fljótfærnisleg ákvörðun: „Ég var rétt búin að jafna mig eftir skilnað við manninn minn til 15 ára þegar ég kynntist afar sjarmerandi manni í gegnum einkamálasíðu á Netinu. Eftir að hafa tekið fljótfærnislega ákvörðun upplifði ég einn furðulegasta tíma lífs míns.“

- Heilaþvegið verkfæri: „Vinkona mín var sérlega leitandi á unglingsárunum og það var fátt sem hún ekki prófaði. Í kringum sautján ára aldurinn gekk hún í sértrúarsöfnuð og þaðan átti hún ekki afturkvæmt um langa hríð.“

- Siðblind stórasystir: „Frá barnæsku hefur eldri systir mín verið afar ómerkileg persóna. Hún blekkti, sveik, og stal og stjórnaði okkur systkinunum með harðri hendi. Á fullorðinsárum komst hún upp með mjög ósvífið athæfi gagnvart okkur.“

-Dreymdi fyrir áföllum: „Maðurinn minn á fullorðinn son frá fyrra sambandi en litlir kærleikar eru á milli þeirra. Tvisvar dreymdi mig fyrir erfiðum atburðum sem tengdust syni hans en í bæði skiptin láðist mér að taka mark á draumunum.“


Hlustaðu og lestu

Stígðu inn í heim af óteljandi sögum

  • Lestu og hlustaðu eins mikið og þú vilt
  • Þúsundir titla
  • Getur sagt upp hvenær sem er
  • Engin skuldbinding
Prófa frítt
is Device Banner Block 894x1036

Other podcasts you might like ...