Anupama Chopra ReviewsFilm Companion
Í einni af Íslendingasögunum leynist frægasti miðaldadraugur sem sögur fara af, hann er jafnvel frægur út fyrir landssteinana. Hvern getur verið um að ræða? Jú, það hlýtur að vera hann Glámur sem er örlagavaldur í lífi Grettis Ásmundarsonar í samnefndri sögu. Við köfum í sálarástand og myrkfælni eins aðal töffara Íslandssögunnar.
Myrka Ísland er hlaðvarp fyrir alla þá sem hafa gaman af hörmungum og óhugnanlegum atburðum Íslandssögunnar, hvort sem það eru stórslys, morðmál, draugasögur, galdrar eða þjóðtrú. Gerð þáttanna var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland