Fáar sjónvarpsþáttaseríur síðari tíma hafa notið viðlíka hylli og Game of Thrones. Stundum er haft á orði að aðdáendur sagnabálksins skiptist í tvo hópa: lesendurna, þeirra sem finnst bækurnar betri og hafa lesið seríuna Song of Ice and Fire eftir George R. R. Martin og svo áhorfendurna, sem njóta þess að sökkva sér í algleymi sjónvarpsþáttaraðarinnar. Nú þegar bálkurinn er loks fáanlegur í hljóðbókarformi er að verða til þriðja tegund Game of Thrones aðdáendans, hlustandinn. Og með flutningi Péturs Eggerz, leikara og leiðsögumanns, verður hlustandinn svo sannarlega í góðum höndum. Pétur lýsir því í viðtalinu hvernig hann tókst á við það vandasama hlutverk að gerast sögumaðurinn í þessu magnaða bókmenntaverki.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland