Anupama Chopra ReviewsFilm Companion
Þriðja kastið þar sem lesið er úr endurminningum Gyðu Thorlacius sýslumannsfrúar á Austurlandi í blábyrjun 19. aldar. Hún lýsir bæði stórum atburðum og smáum af mikilli einlægni og á mun opinskárri hátt en títt var á hennar dögum. Til dæmis lýsir hún sálarraunum sínum vegna fæðingarþunglyndis á mjög nútímalegan hátt, löngu áður en nokkur greining var til á því ástandi. Hér segir og frá vanda sem sýslumannshjónin lentu í þegar Jörundur hundadagakóngur tók völdin á Íslandi sumarið 1809 og Þórður Thorlacius sýslumaður óttaðist að hann yrði handtekinn og jafnvel líflátinn af hinum nýja valdhafa.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland