Kjartan Atli Kjartansson

  • Höfundur
  • Episode
      66
  • Published
      8 maj 2022
  • Útgefandi
0 Umsagnir
0
Episode
66 of 209
Lengd
50Mín.
Tungumál
Íslenska
Gerð
Flokkur
Óskáldað efni

Gestur þáttarins er Kjartan Atli Kjartansson, sjónvarpsmaður á Stöð tvö sport og körfuboltasérfræðingur. Úrslitakeppnin í körfubolta kvenna lauk um síðustu helgi með sigri Njarðvíkur og um þessa helgi hefst úrslitaeinvígi Tindastóls og Vals í karlaflokki en úrslitakeppnirnar hafa báðar vakið mikla athygli enda gríðarlega spennandi. Leikinn hefur verið glæsilegur körfubolti í þessum keppnum og raunar eru flestir sammála um að íslenskur körfubolti hafi tekið stórfelldum framförum á síðustu árum. Það sést ekki aðeins á leik félagsliðanna hér heima heldur einnig árangri landsliða okkar og einstakra leikmanna sem margir hverjir leika nú við sterkustu deildir Evrópu. Þessi uppgangur hefur svo endurspeglast í frábærri umfjöllun Kjartans Atla og félaga á Stöð tvö sport síðustu ár. Sú sjónvarpsstöð er einnig heimili NBA-körfuboltans hér á landi en þar stendur nú yfir úrslitakeppni í austur- og vesturdeild sem á undanförnum árum hefur sjaldan verið jafn spennandi og góð. Rætt er við Kjartan Atla um uppgang körfuboltans hér á landi, úrslitakeppnir hérlendis og vestanhafs, framfarirnar undanfarin ár, útrás íslenskra körfuboltamanna, spurninguna um fleiri eða færri erlenda leikmenn í íslensku deildinni, afreksstefnuna og síðast en ekki síst sjónvarpsþætti hans um íslenska körfuboltann sem vafalítið eiga þátt í þeim uppgangi sem orðið hefur í íþróttinni á síðustu árum.


Hlustaðu og lestu

Stígðu inn í heim af óteljandi sögum

  • Lestu og hlustaðu eins mikið og þú vilt
  • Þúsundir titla
  • Getur sagt upp hvenær sem er
  • Engin skuldbinding
Prófa frítt
is Device Banner Block 894x1036

Other podcasts you might like ...