Staðalbúnaður getur verið frábrugðinn frá einu heimili til annars. Viðmælandi í þessu flögri segir ketti – og seinna hunda – ætíð hafa verið staðalbúnað í sinni fjölskyldu. Hún lærði dýralækningar þegar fremur fáir fóru í það nám og sérhæfði sig í gæludýralækningum og hjartaskoðun á hundum og köttum þótt hún fengist einnig við stórgripalækningar. Hún starfaði um tíma sem héraðsdýralæknir úti á landi. Dæmi voru þá um að eknir væru 800 kílómetrar á einum degi í vitjunum! Nú er vinnuumhverfið annað á Dýraspítalanum í Víðidal, þótt alltaf sé ærið að gera.
Þátturinn Á flögri er hugsaður sem notaleg samvera með Íslendingum sem sinna ólíkum störfum og áhugamálum. Allir eiga sögu. Eins og fugl á flögri setjumst við niður og heyrum sögubrot í notalegu spjalli. Hvers vegna lá lífsleiðin í þessa átt en ekki hina og stundum slæðast spurningar um allt annað en aðalstarfið með í spjallið.
Umsjón: Ólöf Rún Skúladóttir. Ljósmyndari fyrir kápu: Eva Lind.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland