Ólafur Örn Ólafsson er þjálfari í Vesterbronx Gym og Crossfit Copenhagen og býr í Kaupmannahöfn.
Hann rekur vefsíðuna www.Fit4anything.com fjarþjálfun ásamt konu sinni Köru.
Hann er lærður einkaþjálfari og Crossfit þjálfari og kennir bæði TRX tíma, þjálfari Crossfit og er einkaþjálfari maður á mann.
Hann er hokinn af reynslu Hann steig sín fyrstu skref í þjálfun í Nordica Spa en færði sig síðar um set í Sporthúsið þar sem hann var lengi vel með sívinsælu Tabata tímana.
Óli hefur keppt bæði í fitness og Crossfit og þekkir því vel hvernig er að ýta sér út fyrir þægindarammann.
Óli er maður mikilla skoðana og lætur þær hiklaust í ljós. Hann hefur skoðanir og álit á flestu sem viðkemur Crossfit og líkamsrækt og mataræði og miðlar þeim ásamt góðum ráðleggingum að koma sér í form aftur eftir sumarið sem og frábær tips og trix til að þjálfa sig upp í tengslum við Crossfit þjálfun og almenna líkamsrækt
Óli er súper hress og sérstaklega þægilegur drengur, og segir mér svo hugur um að þessi þáttur sé aðeins fyrsti af mörgum enda getum við talað þar til við gubbum blóði um allt heilsutengt milli himins og jarðar.
Njótið.
Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi.
www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann ragganagli79@gmail.com ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf Facebook/RaggaNagli
Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’ Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur
Afsláttarkóðar:
Veganbúðin: ragganagli = 15% Under Armour: ragganagli = 20% Hverslun.is ragganagli20 = 20% www.goodgoodbrand.net: ragganagli20 24iceland: ragganagli20
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland
