Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Ungur Íslendingur í heljarklóm heimsstyrjaldar.
Vorið 1942 réði Albert Sigurðsson sig sem háseta á bandaríska flutningaskipið Ironclad sem lá þá í Hvalfirði. Skömmu síðar sigldi Ironcladmeð skipalestinni PQ-17 til Rússlands. Rúmlega 30 skip lögðu upp til að færa Rauða hernum hergögn og vistir fyrir orrustuna um Stalíngrad sem þá var í uppsiglingu. Skipalestirnar til Rússlands glímdu ekki aðeins við kulda og óveður, heldur líka linnulausar árásir þýskra sprengjuflugvéla og kafbáta. Í þetta sinn var ógnin enn meiri, því Bandamenn vissu að orrustuskipið Tirpitz, öflugasta herskip í heimi, var að búast til ferðar.
Sigling PQ-17 telst til mestu hörmunga á sjó í seinni heimsstyrjöld. Albert og félagar máttu horfa upp á hvert skipið af öðru sökkva undan árásum Þjóðverja. Afdrifaríkastar af öllu voru þó mjög vafasamar ákvarðanir flotastjórnar Breta í London.
Albert mátti þakka fyrir að komast lifandi á leiðarenda. En þá var ekki öll sagan sögð því hann mátti þreyja heilan vetur á norðurslóðum Rússlands. Það var harður tími. Eftir að heim var komið skrifaði Albert endurminningar sínar sem dóttir hans hefur nú búið til prentunar og bætt við miklum upplýsingum um þessa siglingu sem Winston Churchill sagði að hefði verið „dapurlegasti atburðurinn á sjónum í öllu stríðinu“.
Hér segir af miklum atburðum, hetjudáðum og hugleysi og umfram allt breyskum manneskjum andspænis stríðsógnum og skelfingum.
© 2018 Storyside (Hljóðbók): 9789178750368
Útgáfudagur
Hljóðbók: 15 november 2018
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland