Ungur Íslendingur í heljarklóm heimsstyrjaldar.
Vorið 1942 réði Albert Sigurðsson sig sem háseta á bandaríska flutningaskipið Ironclad sem lá þá í Hvalfirði. Skömmu síðar sigldi Ironcladmeð skipalestinni PQ-17 til Rússlands. Rúmlega 30 skip lögðu upp til að færa Rauða hernum hergögn og vistir fyrir orrustuna um Stalíngrad sem þá var í uppsiglingu. Skipalestirnar til Rússlands glímdu ekki aðeins við kulda og óveður, heldur líka linnulausar árásir þýskra sprengjuflugvéla og kafbáta. Í þetta sinn var ógnin enn meiri, því Bandamenn vissu að orrustuskipið Tirpitz, öflugasta herskip í heimi, var að búast til ferðar.
Sigling PQ-17 telst til mestu hörmunga á sjó í seinni heimsstyrjöld. Albert og félagar máttu horfa upp á hvert skipið af öðru sökkva undan árásum Þjóðverja. Afdrifaríkastar af öllu voru þó mjög vafasamar ákvarðanir flotastjórnar Breta í London.
Albert mátti þakka fyrir að komast lifandi á leiðarenda. En þá var ekki öll sagan sögð því hann mátti þreyja heilan vetur á norðurslóðum Rússlands. Það var harður tími. Eftir að heim var komið skrifaði Albert endurminningar sínar sem dóttir hans hefur nú búið til prentunar og bætt við miklum upplýsingum um þessa siglingu sem Winston Churchill sagði að hefði verið „dapurlegasti atburðurinn á sjónum í öllu stríðinu“.
Hér segir af miklum atburðum, hetjudáðum og hugleysi og umfram allt breyskum manneskjum andspænis stríðsógnum og skelfingum.
© 2018 Storyside (Hljóðbók): 9789178750368
Útgáfudagur
Hljóðbók: 15 november 2018
Ungur Íslendingur í heljarklóm heimsstyrjaldar.
Vorið 1942 réði Albert Sigurðsson sig sem háseta á bandaríska flutningaskipið Ironclad sem lá þá í Hvalfirði. Skömmu síðar sigldi Ironcladmeð skipalestinni PQ-17 til Rússlands. Rúmlega 30 skip lögðu upp til að færa Rauða hernum hergögn og vistir fyrir orrustuna um Stalíngrad sem þá var í uppsiglingu. Skipalestirnar til Rússlands glímdu ekki aðeins við kulda og óveður, heldur líka linnulausar árásir þýskra sprengjuflugvéla og kafbáta. Í þetta sinn var ógnin enn meiri, því Bandamenn vissu að orrustuskipið Tirpitz, öflugasta herskip í heimi, var að búast til ferðar.
Sigling PQ-17 telst til mestu hörmunga á sjó í seinni heimsstyrjöld. Albert og félagar máttu horfa upp á hvert skipið af öðru sökkva undan árásum Þjóðverja. Afdrifaríkastar af öllu voru þó mjög vafasamar ákvarðanir flotastjórnar Breta í London.
Albert mátti þakka fyrir að komast lifandi á leiðarenda. En þá var ekki öll sagan sögð því hann mátti þreyja heilan vetur á norðurslóðum Rússlands. Það var harður tími. Eftir að heim var komið skrifaði Albert endurminningar sínar sem dóttir hans hefur nú búið til prentunar og bætt við miklum upplýsingum um þessa siglingu sem Winston Churchill sagði að hefði verið „dapurlegasti atburðurinn á sjónum í öllu stríðinu“.
Hér segir af miklum atburðum, hetjudáðum og hugleysi og umfram allt breyskum manneskjum andspænis stríðsógnum og skelfingum.
© 2018 Storyside (Hljóðbók): 9789178750368
Útgáfudagur
Hljóðbók: 15 november 2018
Heildareinkunn af 284 stjörnugjöfum
Upplýsandi
Mögnuð
Sorgleg
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 284
Sigurður
12 mars 2020
Frábær bók
null
14 juni 2020
Lærdómsrík, óhugnanleg og vel skrifuð bók. Sérstaklega vel lesið af Tinnu Hrafnsdóttur.
Vilhjálmur
4 jan. 2021
Fræðandi
Edvard
15 okt. 2020
Frábær bók og vel lesin
Elsa Dóra
11 okt. 2020
Einkar vel lesinn
Örvar
15 jan. 2022
Frábært verk
Guðlaug María
10 mars 2021
Mjög fróðleg og áhugaverð bók
Erna
29 okt. 2021
Mjög átakanleg bók um hræðilegt tímabil í sögu okkar, en einnig lýsandi saga um einstaka atburði og þessar einstöku hetjursem mega ekki gleymast. Takk fyrir mig.
Jóhann
24 jan. 2022
Mjög góð,vel lesin
Hafberg
3 mars 2023
Fádæma góð heimild
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland