Skræður: 09 – Sæskrímsli við Ísland: Ráðist á fólk í Mýrdalnum og víðar

3.9 Umsagnir
0
Episode
9 of 100
Lengd
50Mín.
Tungumál
Íslenska
Gerð
Flokkur
Óskáldað efni

Þjóðtrú og þjóðsagnir heitir sjaldséð þjóðsagnasafn sem Oddur Björnsson gaf út á Akureyri árið 1906. Jónas Jónasson frá Hrafnagili annaðist prentun. Í safninu er margt merkilegt að finna en ekki síst frásagnir af sæskrímslum við Íslandi. Frásagnirnar eru ekki síst merkilegar vegna þess að skrímslin eru þar hættulegri en oftast í íslenskum þjóðsögum, og hika ekki við að ráðast á fólk. Hitt er þó ekki síður merkilegt að sagnirnar eru vandlega heimfærðar upp á fólk sem sannanlega var ýmist lifandi eða nýlátið þegar þær voru skráðar. Það vekur auðvitað spurninguna: Fyrst fólk var tilbúið til að láta kenna sér slíkar sögur, var þá eitthvað til í þeim?


Hlustaðu og lestu

Stígðu inn í heim af óteljandi sögum

  • Lestu og hlustaðu eins mikið og þú vilt
  • Þúsundir titla
  • Getur sagt upp hvenær sem er
  • Engin skuldbinding
Prófa frítt
is Device Banner Block 894x1036

Other podcasts you might like ...