Stærke portrætterALT for damerne
Grímu, safni frásagna sem þeir Þorsteinn M. Jónsson og Jónas Rafnar tóku saman, er margt hnýsilegt. Eitt af því er frásögn Erlends Árnasonar sem fæddist í Skagafirði 1810 en flutti á efri árum til Vesturheims og lést þar. Hann segir frá óhugnanlegum atburðum þegar margir heimilismenn á Svínavallakoti létust með voveiflegum hætti. En Erlendur lenti í ýmsu fleiru og í frásögn hans lýsir hann meðal annars viðureign sinni við óþekkt dýr, sem ekki er gott að segja hvað hefur verið. Frásögnin sver sig í ætt við margt af því litskrúðugasta sem Íslendingar á 19. öld skráðu um ævi sína.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland