Stærke portrætterALT for damerne
Þetta er annað kast um væringja, norræna menn sem voru í þjónustu keisaranna í Konstantínópel eða Miklagarði. Sigfús Blöndal fræðimaður í Kaupmannahöfn skrifaði sögu þeirra sem hér er lesið úr. Í þessu kasti er athyglinni ekki síst beint að Basil keisara II sem ríkti í áratugi í Miklagarði kringum aldamótin 1000. Hann þurfti að glíma við marga óvini, ekki síst Búlgari, og lék þá svo illa að hann hlaut viðurnefnið Búlgarabani. Meðal þeirra sem voru í liði Búlgarabanans voru norrænir væringjar og ekki er til dæmis óhugsandi að þar hafi Kolskeggur Hámundason, bróðir Gunnars á Hlíðarenda, verið í hópi.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland