4.3
4 of 4
Glæpasögur
Strákar sem meiða eftir Evu Björgu Ægisdóttur var ein mest selda skáldsaga ársins 2022, hlaut einróma lof og var tilnefnd til Blóðdropans – Íslensku glæpsagnaverðlaunanna.
Maður finnst myrtur í sumarbústað í Skorradal. Á veggnum fyrir ofan hann hafa verið skilin eftir blóðug skilaboð. Elma, sem aðdáendur Evu Bjargar þekkja úr fyrri bókum hennar, glímir hér við sérlega erfitt mál sem teygir anga sína víða um samfélagið og tugi ára aftur í tímann – ekki síst eftir að gömul dagbók ungs drengs finnst. Og á Akranesi er fólk sem vill alls ekki að sannleikurinn komi í ljós.
Eva Björg hefur á aðeins örfáum árum skipað sér í framvarðarsveit evrópskra glæpasagnahöfunda og hlotið verðlaun heima og erlendis fyrir bækur sínar.
„Enginn glæpasagnaunnandi verður svikinn af þessari nýjustu bók Evu Bjargar. Hún viðheldur allt fram á lokasíðurnar forvitni lesandans um lausn gátunnar og afdrif sögupersónanna og mun leggjast vel í þá sem hafa gaman af snörpum, norrænum reyfurum.“ Bára Huld Beck & Símon Vestarr, Stundinni
„... hlýtur að snerta hvern einasta lesanda ... vel skrifuð og athyglisverð, frásögnin spennandi ...“ Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu
„ ... gríðarlega spennandi og hélt bókin mér allan tímann ... stórkostlega vel gert ... Það er óhætt að segja að Eva Björg sé búin að skipa sér sess meðal okkar fremstu glæpasagnahöfunda.“ Jana Hjörvar, Lestrarklefinn.is
„Elma er stórkostleg söguhetja.“ Sunday Times „Elma er sérstaklega eftirminnileg og margbrotin persóna.“ Financial Times
© 2023 Veröld (Hljóðbók): 9789935302861
Útgáfudagur
Hljóðbók: 28 juni 2023
4.3
4 of 4
Glæpasögur
Strákar sem meiða eftir Evu Björgu Ægisdóttur var ein mest selda skáldsaga ársins 2022, hlaut einróma lof og var tilnefnd til Blóðdropans – Íslensku glæpsagnaverðlaunanna.
Maður finnst myrtur í sumarbústað í Skorradal. Á veggnum fyrir ofan hann hafa verið skilin eftir blóðug skilaboð. Elma, sem aðdáendur Evu Bjargar þekkja úr fyrri bókum hennar, glímir hér við sérlega erfitt mál sem teygir anga sína víða um samfélagið og tugi ára aftur í tímann – ekki síst eftir að gömul dagbók ungs drengs finnst. Og á Akranesi er fólk sem vill alls ekki að sannleikurinn komi í ljós.
Eva Björg hefur á aðeins örfáum árum skipað sér í framvarðarsveit evrópskra glæpasagnahöfunda og hlotið verðlaun heima og erlendis fyrir bækur sínar.
„Enginn glæpasagnaunnandi verður svikinn af þessari nýjustu bók Evu Bjargar. Hún viðheldur allt fram á lokasíðurnar forvitni lesandans um lausn gátunnar og afdrif sögupersónanna og mun leggjast vel í þá sem hafa gaman af snörpum, norrænum reyfurum.“ Bára Huld Beck & Símon Vestarr, Stundinni
„... hlýtur að snerta hvern einasta lesanda ... vel skrifuð og athyglisverð, frásögnin spennandi ...“ Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu
„ ... gríðarlega spennandi og hélt bókin mér allan tímann ... stórkostlega vel gert ... Það er óhætt að segja að Eva Björg sé búin að skipa sér sess meðal okkar fremstu glæpasagnahöfunda.“ Jana Hjörvar, Lestrarklefinn.is
„Elma er stórkostleg söguhetja.“ Sunday Times „Elma er sérstaklega eftirminnileg og margbrotin persóna.“ Financial Times
© 2023 Veröld (Hljóðbók): 9789935302861
Útgáfudagur
Hljóðbók: 28 juni 2023
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 956 stjörnugjöfum
Spennandi
Mögnuð
Ófyrirsjáanleg
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 956
Silla
3 juli 2023
Dúndurfín bók, Eva Björg ein af mínum uppáhaldshöfundum. Ósátt við að láta þennan lesara lesa bókina, forðast yfirleitt að hlusta á bækur sem hann les, þoli ekki þennan væmna og vælulega leiklestur sem hann dettur alltaf í. Þar fyrir utan finnst mér að konur eigi að lesa bækur eftir konur, allar þær sem hafa lesið fyrri bækur höfundar hefðu gert það vel. Allar 5 stjörnurnar eru fyrir bókina
Helena
30 juni 2023
Frábær bók spennandi og vel skrifuð.Eva Björg er með betri íslenskum höfundum.Hefði viljað Írisi Tönju lesa.
Sirry
30 juni 2023
Hefði viljað hafa stelpurnar áfram að lesa en bókinn var mjög góð.
Guðlaug
2 juli 2023
Fínasta glæpasaga. Eins og mér finnst Kristján Franklín Magnús frábær lesari, þá hentar hans hljómfagra rödd ekki söguefni þessarar bókar.
Elisabet
9 juli 2023
Eva klikkar ekki ! Sakna samt að hlusta á Írisi lesa.
PetrinaRose
10 juli 2023
Óþolandi væmin lesari og erfitt að hlusta. Bókin líður fyrir lesturinn. Konurnar lesa allar betur!
Karl
26 juli 2023
Fín afþreying og ágætur lestur hjá KFM en ég skil ekki hvernig hann getur ruglast svona á nafni aðalpersónunnar: ég greindi a.m.k. nöfnin Elma, Elfa, Elsa og Eva... 🙄
Lilja
15 juli 2023
Aðeins of langdregin
Kristín
3 juli 2023
Frábær eins og aðrar bækur Evu Bjargar
Hildur
16 juli 2023
Of margar persónur í of langri sögu.
Íslenska
Ísland