Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
4 of 4
Glæpasögur
Strákar sem meiða eftir Evu Björgu Ægisdóttur var ein mest selda skáldsaga ársins 2022, hlaut einróma lof og var tilnefnd til Blóðdropans – Íslensku glæpsagnaverðlaunanna.
Maður finnst myrtur í sumarbústað í Skorradal. Á veggnum fyrir ofan hann hafa verið skilin eftir blóðug skilaboð. Elma, sem aðdáendur Evu Bjargar þekkja úr fyrri bókum hennar, glímir hér við sérlega erfitt mál sem teygir anga sína víða um samfélagið og tugi ára aftur í tímann – ekki síst eftir að gömul dagbók ungs drengs finnst. Og á Akranesi er fólk sem vill alls ekki að sannleikurinn komi í ljós.
Eva Björg hefur á aðeins örfáum árum skipað sér í framvarðarsveit evrópskra glæpasagnahöfunda og hlotið verðlaun heima og erlendis fyrir bækur sínar.
„Enginn glæpasagnaunnandi verður svikinn af þessari nýjustu bók Evu Bjargar. Hún viðheldur allt fram á lokasíðurnar forvitni lesandans um lausn gátunnar og afdrif sögupersónanna og mun leggjast vel í þá sem hafa gaman af snörpum, norrænum reyfurum.“ Bára Huld Beck & Símon Vestarr, Stundinni
„... hlýtur að snerta hvern einasta lesanda ... vel skrifuð og athyglisverð, frásögnin spennandi ...“ Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu
„ ... gríðarlega spennandi og hélt bókin mér allan tímann ... stórkostlega vel gert ... Það er óhætt að segja að Eva Björg sé búin að skipa sér sess meðal okkar fremstu glæpasagnahöfunda.“ Jana Hjörvar, Lestrarklefinn.is
„Elma er stórkostleg söguhetja.“ Sunday Times „Elma er sérstaklega eftirminnileg og margbrotin persóna.“ Financial Times
© 2023 Veröld (Hljóðbók): 9789935302861
Útgáfudagur
Hljóðbók: 28 juni 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland