158 Umsagnir
3.85
Seríur
Hluti 3 af 101
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Óskáldað efni
Lengd
39Mín

Lífsreynslusögur Vikunnar: 03

Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir Hljóðbók

Lífsreynslusögur Vikunnar eru nýr liður hjá Storytel í samstarfi við Vikuna. Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

- Í leit að lífshamingju:
„Systir mín var alla tíð mjög leitandi. Ég held að hún hafi prófað nánast allt sem til er í andlega geiranum, trú og tarot og allt þar á milli. Hamingjuna fann hún þó ekki fyrr en hún var orðin miðaldra og hún kom úr óvæntri átt.“

- Ástin er grimm:
„Mér finnst stundum að konur telji sig eiga einkarétt á ástarsorginni. Það er á þeim að heyra að karlmenn séu tilfinningalausir, tillitslausir og grunnhyggnir og konur verði ævinlega fyrir barðinu á grimmd þeirra. Staðreyndin er hins vegar sú að konur geta verið alveg jafnsamviskulausar þegar ástin er annars vegar og þegar þær slíta samböndum gildir, rétt eins og hjá körlunum, að slíta sig lausar hvað sem það kostar. Sambýliskona mín misnotaði mig og særði mig djúpu sári.“

- Sjö metra ást:
„Þegar ég sá Gunnar í fyrsta skipti á nýja vinnustaðnum mínum var ég ákveðin í næla í hann og gera hann að mínum. Ég var einhleyp og hafði engu að tapa. Ég sé það núna að þetta voru ein mestu mistök í mínum ástamálum. Að falla fyrir giftum manni í vinnunni. Þó að ég hafi síðar komist að breyttum aðstæðum hans, var ég svo vitlaus að hlusta ekki á orð hans og taka mark á hans tilfinningum. Ég veit núna hvað ég gerði rangt.“

- Drykkja mömmu kenndi mér margt:
„Mamma mín er alkóhólisti. Þegar ég segi þetta býst ég við að flestum detti í hug fátæk drykkjukona, einstæð með nokkur börn og vandræðaeiginmann. Þannig var og er mamma mín ekki. Mamma er vel menntuð kona í vel launuðu starfi. Hún er ævinlega glæsileg til fara og þeir sem hitta hana í vinnunni og á förnum vegi myndu aldrei láta sér detta í hug að þessi kona væri alkóhólisti. Í fyrra horfðist mamma í augu við vanda sinn og fór í meðferð. Líf okkar allra hefur breyst ótrúlega síðan.“

© 2020 Storyside (Hljóðbók) ISBN: 9789179891244

Skoða meira af