181 Umsagnir
4.25
Tungumál
Íslenska
Flokkur
Ævisögur
Lengd
9Klst. 18Mín

Nú brosir nóttin

Höfundur: Theódór Gunnlaugsson Lesari: Gunnar Stefánsson Hljóðbók

Guðmundur Einarsson á Brekku á Ingjaldssandi var goðsögn í lifanda lífi. Hann var náttúrubarn sem litið var upp til fyrir einstaka hæfileika. Hér er lýst samskiptum manns við náttúruna, væntumþykju og virðingu fyrir sköpunarverkinu. Guðmundur Einarsson ólst upp við kröpp kjör á seinasta aldarfjórðungi 19. aldar. Hann lýsir hér föðurmissi og erfiðri lífsbaráttu barns sem líður slíkan skort að vöxtur þess stendur í stað árum saman. Uppkominn varð Guðmundur samt eftirsóttur fyrir hreysti og harðfengi en einnig næmi á eðli náttúrunnar. Lífsviðhorf Guðmundar refaskyttu og umhverfisvitund eiga fullt erindi við samtímann. Hér er lesin útgáfa Sæmundar forlags frá árinu 2018. Ítarefni eftir Guðmund G. Hagalín og fleiri var sleppt í hljóðbókinni.

© 2019 Hljóðbók.is (Hljóðbók) ISBN: 9789935222053

Skoða meira af