Skræður: 01 – Holdsveiki og kistill Halldórs Laxness: Magnaðar æviminningar Sæmundar holdsveika

4.2 Umsagnir
0
Episode
1 of 100
Lengd
58Mín.
Tungumál
Íslenska
Gerð
Flokkur
Óskáldað efni

Í bernskuminningum Halldórs Laxness segir frá því að innan við 10 ára gamall hafi hann verið farinn að skrifa heilmikið af sögum og hafi geymt þær í kistli, sem æskuvinur föður hans, Sæmundur holdsveiki, hafði smíðað handa honum. Svo vill til að til er ágrip af sjálfsævisögu Sæmundar þessa og er það næsta ótrúleg frásögn. Sæmundur bjó við skelfileg kjör á æskuárum og er þá vægt til orða tekið, en frásögnin er um leið ógleymanleg heimild um hlutskipti fátæklinga á Íslandi á 19. öld. Sæmundur leggst þó aldrei í eymd og volæði, heldur tekst á við örlög sín af ótrúlegri hugprýði og lífsþrótti.

Skræður er heitið á nýju hlaðvarpi sem hinn fjölfróði útvarps- og fjölmiðlamaður Illugi Jökulsson sér um. Þar kynnir hann hlustendum Storytel efni gamalla íslenskra bóka af öllu tagi. Þar getur verið um að ræða ævisögur og endurminningar, sögurit og frásagnir af öllu tagi, þjóðsögur, skrímslasögur og hvaðeina milli himins og jarðar. Illugi kynnir efnið vandlega, segir frá bakgrunni frásagnanna, styttir og dregur saman ef þörf krefur og í tilfelli elstu bókanna lagar hann stundum textann að eyrum nútímafólks. En fyrst og fremst fá hinar gömlu skræður og fróðleikur þeirra að njóta sín. Stórskemmtilegir þættir sem enginn fróðleiksfús hlustandi ætti að láta framhjá sér fara!


Hlustaðu og lestu

Stígðu inn í heim af óteljandi sögum

  • Lestu og hlustaðu eins mikið og þú vilt
  • Þúsundir titla
  • Getur sagt upp hvenær sem er
  • Engin skuldbinding
Prófa frítt
is Device Banner Block 894x1036

Other podcasts you might like ...