Þórdís Ebenesersdóttir hét íslensk alþýðustúlka, fædd 1808. Hún varð vinnukona hjá Guðmundi Ólafssyni bónda á Vindhæli nálægt Skagaströnd í Húnavatnssýslu og leið ekki á löngu þar til menn þóttust verða varir við að hún væri farin að gefa bónda hýrt auga. Gallinn var sá að hann var giftur og tók nú við ótrúleg atburðarás þar sem ástir og örlög einstaklinga vógust á við afskiptasöm yfirvöld sem ekki bjóða sér að alþýðufólk fengi að haga lífi sínu eins og því sjálfu þóknaðist. Magnús Björnsson á Syðra-Hólmi skrifaði magnaða frásögn um „húsfrú Þórdísi“ sem hér er lesið úr. Fyrra kast af tveimur.
Skræður er heitið á nýju hlaðvarpi sem hinn fjölfróði útvarps- og fjölmiðlamaður Illugi Jökulsson sér um. Þar kynnir hann hlustendum Storytel efni gamalla íslenskra bóka af öllu tagi. Þar getur verið um að ræða ævisögur og endurminningar, sögurit og frásagnir af öllu tagi, þjóðsögur, skrímslasögur og hvaðeina milli himins og jarðar. Illugi kynnir efnið vandlega, segir frá bakgrunni frásagnanna, styttir og dregur saman ef þörf krefur og í tilfelli elstu bókanna lagar hann stundum textann að eyrum nútímafólks. En fyrst og fremst fá hinar gömlu skræður og fróðleikur þeirra að njóta sín. Stórskemmtilegir þættir sem enginn fróðleiksfús hlustandi ætti að láta framhjá sér fara!
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland