Fjölskylduþríleikur Mikaels Torfasonar

Mikael Torfason segir hér sögu sína og fjölskyldu sinnar í þrem bindum. Fyrsta bindið: Týnd í paradís, segir frá lífi Mikaels í frumbernsku, þegar hann var langveikt barn og vart hugað líf. Á þessum árum voru foreldrar hans í Vottum Jehóva og vildu frekar að hann dræpist píslardauða en að eiga á hættu að fá ekki inni í paradís. Í öðru bindi Syndafallið, er Mikael truflaður við að skrifa bók um mömmu sína, Huldu Fríðu, þegar faðir hans, Torfi Geirmundsson, kemur gulur heim frá Tælandi því lifrin er ónýt eftir ofdrykkju. Mikael lýsir dauðastríði föður síns og rifjar upp æsku sína. Í þriðja og síðasta bindi, Bréf til mömmu, klárar Mikael loks bókina um mömmu sína.

Flokka
Tungumál
Tegund