Berglind Björk Jónasdóttir veit fátt jafn nærandi og að sökkva sér ofan í góða bók. „Það er ekkert sem færir mann nær núvitundinni en að týna sér í upplestri“ segir hún. Við þekkjum Berglindi Björk sem alhliða flytjanda, sem leikkonu, söngkonu og tónlistarmann, kannski einna best sem eina af þríeykinu Borgardætrum, en hér á Storytel sýnir hún á sér nýja hlið og les meðal annars Stúlkurnar á Englandsferjunni eftir danska glæpasagnahöfundinn Lone Theils.
Hún segir okkur líka frá bókum föður síns, Jónasar Jónassonar útvarpsmanns, sem hún er stolt af að hafa getað fært til útgáfu hjá Storytel. Sú fyrsta af þeim, endurminningarbók Magnúsar Leópoldssonar, Saklaus í klóm réttvísinnar (1996) er væntanleg sem hljóðbók á næstu vikum.
Hallgrímur Thorsteinsson er einn ástsælasti fjölmiðlamaður Íslendinga. Í nýrri hlaðvarpsseríu, Segðu mér sögu með Halla Thorst, kynnir hann hlustendur Storytel fyrir höfundum okkar vinsælustu bóka. Einstaklega skemmtilegir og vandaðir viðtalsþættir sem sannir bókaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland