Arnar Jónsson steig fyrst á leiksvið hjá Leikfélagi Akureyrar 10 ára gamall. Faðir hans var formaður leikfélagsins og mamma hans, sem var frábær eftirherma, seldi miða í leikhúsið á heimilinu. Sextíu og sex árum síðar, 76 ára gamall, er Arnar enn á fullu og þau Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og eiginkona hans vinna nú að sjónvarpsútfærslu á einleiknum Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson, sem fyrir sex árum var kveðjustykki hans á sviðinu. Þau hjónin hafa skipað eðalsess meðal leikhússfólks á Íslandi í áratugi og hafa nú skilað af sér nýrri kynslóð afreksfólks á leiksviðinu, börn þeirra Sólveig og Þorleifur brillera alþjóðlega. Í spjallinu um leikhúsið, öll aðalhlutverkin, börnin og upplestur er farið vítt og breitt og Arnar ræðir á skemmtilegan hátt ym hið margslungna eðli mannsraddarinnar.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland