Síðara kast af tveimur um „húsfrú Þórdísi“ og lesið úr frásögn Magnúsar Björnssonar um hana, ástir hennar og samferðafólk. Hér víkur sögunni til dansks kaupmanns á Skagaströnd sem Friðrik hét Hillebrandt. Það var stórlega breyskur maður sem ætlaði sér annað og meira hlutskipti en daga uppi á fátæklegum verslunarstað á Íslandi og varð líf hans einkar róstusamt. Sjálfur gerðist hann beiskur og þegar leiðir hans og Þórdísar Ebenesersdóttur lágu saman hafði hann af henni þau not sem hann þurfti, en lék hana þó hrottalega um leið. Sagan endaði í niðurlægingu og hörmung, en alltaf bar „húsfrú Þórdís“ sig jafn vel.
Skræður er heitið á nýju hlaðvarpi sem hinn fjölfróði útvarps- og fjölmiðlamaður Illugi Jökulsson sér um. Þar kynnir hann hlustendum Storytel efni gamalla íslenskra bóka af öllu tagi. Þar getur verið um að ræða ævisögur og endurminningar, sögurit og frásagnir af öllu tagi, þjóðsögur, skrímslasögur og hvaðeina milli himins og jarðar. Illugi kynnir efnið vandlega, segir frá bakgrunni frásagnanna, styttir og dregur saman ef þörf krefur og í tilfelli elstu bókanna lagar hann stundum textann að eyrum nútímafólks. En fyrst og fremst fá hinar gömlu skræður og fróðleikur þeirra að njóta sín. Stórskemmtilegir þættir sem enginn fróðleiksfús hlustandi ætti að láta framhjá sér fara!
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland