Anupama Chopra ReviewsFilm Companion
Þjóðtrú og þjóðsagnir heitir sjaldséð þjóðsagnasafn sem Oddur Björnsson gaf út á Akureyri árið 1906. Jónas Jónasson frá Hrafnagili annaðist prentun. Í safninu er margt merkilegt að finna en ekki síst frásagnir af sæskrímslum við Íslandi. Frásagnirnar eru ekki síst merkilegar vegna þess að skrímslin eru þar hættulegri en oftast í íslenskum þjóðsögum, og hika ekki við að ráðast á fólk. Hitt er þó ekki síður merkilegt að sagnirnar eru vandlega heimfærðar upp á fólk sem sannanlega var ýmist lifandi eða nýlátið þegar þær voru skráðar. Það vekur auðvitað spurninguna: Fyrst fólk var tilbúið til að láta kenna sér slíkar sögur, var þá eitthvað til í þeim?
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland