Anupama Chopra ReviewsFilm Companion
Georg Steuart Mackenzie var enskur maður sem kom til Íslands árið 1810 og skrifaði merkilega ferðabók héðan þegar heim var komið. Í þessu kasti er leitað fanga í þeim kafla bókar hans sem fjallar um lífið í Reykjavík og ýmis fyrirmenni í bænum. Einnig lýsti Mackenzie mjög skemmtilega ferð sinni út í Viðey þar sem hann sótti heim Ólaf Stefánsson, fyrrverandi stiftamtmann og ættföður Stephensen-ættarinnar, en Ólafur var orðinn aldraður maður í þá daga en bar sig vel og vildi bjóða gestum sínum upp á allt það sem glæsilegast var til á heimilinu.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland