Óskar Guðmundsson gaf nýlega út sína fjórðu bók, Dansarann, undir merkjum Storytel Original. Bókin hefur bæði komið út í hljóði og prenti og hefur þá sérstöðu að vera skrifuð með það í huga. En það er ekki eina sérstaða bókarinnar. Óskar ræðir hér við ritstjórann Stellu Soffíu Jóhannesdóttur um skrifin og samstarfið, og hvernig það kom til að Dansarinn er fyrsta íslenska bókin til þess að vera með eigið titillag.
Sögusvið Storytel eru skemmtilegir spjallþættir um bókmenntir og allt sem þeim við kemur. Þættirnir eru byggðir á samtölum ýmissa vel þekktra rithöfunda og bókmenntaunnenda, sem fara um víðan völl í spjallinu á Sögusviðinu. Til viðtals eru höfundar nýrri jafnt sem eldri verka, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa nýlega fært verk sín yfir á hljóðform hjá Storytel. Sögusviðinu er dreift bæði í hljóði og mynd og er aðgengilegt á öllum helstu veitum.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland