Sverrir Norland komst að því fyrir nokkrum árum að þvert á eigin væntingar er hann ekki hæfileikaríkur grænmetisbóndi af náttúrunnar hendi. Hann segir hér, í samtali við Eydísi Blöndal á Sögusviði Storytel, meðal annars frá því hvernig þessi hugljómun, sjúkrahússinnlögn í Japan og bókatitill, datt í fang hans eftir leynimakk um afmælisköku. Bókatitilinn sem um ræðir er Stríð og kliður, en bókin er nú aðgengileg á Storytel.
Sögusvið Storytel eru skemmtilegir spjallþættir um bókmenntir og allt sem þeim við kemur. Þættirnir eru byggðir á samtölum ýmissa vel þekktra rithöfunda og bókmenntaunnenda, sem fara um víðan völl í spjallinu á Sögusviðinu. Til viðtals eru höfundar nýrri jafnt sem eldri verka, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa nýlega fært verk sín yfir á hljóðform hjá Storytel. Sögusviðinu er dreift bæði í hljóði og mynd og er aðgengilegt á öllum helstu veitum.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland