Þegar birtist Kastljósviðtal við Rönku Studic þar sem hún lýsti neyð sinni sem flóttamaður í Júgóslavíu ákvað kona í Bolungarvík að koma henni til bjargar. Ranka hafði þá þegar eignast barn á sjúkrahúsi í Belgrad, en barnið fékk hún aldrei að sjá og var tilkynnt að það væri dáið. Það er ekki fyrr en löngu seinna í nýju lífi á Íslandi að hún fær símtal sem breytir öllu ...
Fjölmiðlakonan, stjórnmálamaðurinn og rithöfundurinn Elín Hirst ritaði á sínum tíma magnaða sögu Rönku, og les hana nú fyrir endurútgáfu hjá Storytel. Hér ræðir Elín þessa ótrúlegu sögu og eigin aðkomu í samtali við Björn Halldórsson.
Sögusvið Storytel eru skemmtilegir spjallþættir um bókmenntir og allt sem þeim við kemur. Þættirnir eru byggðir á samtölum ýmissa vel þekktra rithöfunda og bókmenntaunnenda, sem fara um víðan völl í spjallinu á Sögusviðinu. Til viðtals eru höfundar nýrri jafnt sem eldri verka, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa nýlega fært verk sín yfir á hljóðform hjá Storytel. Sögusviðinu er dreift bæði í hljóði og mynd og er aðgengilegt á öllum helstu veitum
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland