🌿 Heilsuhlaðvarp Lukku og Jóhönnu Vilhjálms 🌿
Í þættinum fáum við til okkar tvo unga frumkvöðla, Adam Karl Helgason og Ragnar Raul Cardona, sem hafa hafið ræktun á lion's mane sveppinum hér á Íslandi.
Þeir segja okkur frá stórkostlegum eiginleikum sveppaheimsins – með sérstakri áherslu á lion’s mane sveppinn sem hefur t.d. verið kallaður ljónsmakki á íslensku.
Lion’s mane (Hericium erinaceus) hefur á síðustu árum fengið gífurlega athygli víða um heim. Rannsóknir og reynslusögur benda til þess að sveppurinn geti stutt við heilastarfsemi, taugaendurnýjun, einbeitingu og minni, auk þess að hafa jákvæð áhrif á meltingu og ónæmiskerfi.
Í heilsusamfélögum er hann jafnvel kallaður „heilasveppurinn“ og er orðinn einn vinsælasti lækningasveppur samtímans.
Við ræðum einnig hvernig hugmyndin um að rækta þessa sveppi á Íslandi kviknaði, hvernig þeir rækta þá og hvers vegna þeir telja að sveppir geti orðið mikilvægur hluti af framtíðarheilsu okkar. 🌱🍄
Heilsuherinn styður útgáfu Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms og eftirfarandi fyrirtæki eru meðlimir heilsuhersins - til heilsueflingar!
✨Bíóbú✨ framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur.
✨Brauð&Co✨ - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum.
✨Greenfit✨ - býður upp á heilsumælingar og meðferðir - styður fólk til betri heilsu.
✨Happy Hydrate✨ - Þinn besti æfingafélagi - einstök blanda af steinefnum og söltum sem hraðar endurheimt og bætir vökvajafnvægi.
✨Húsaskjól✨ - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist.
✨Hreyfing✨ - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu.
✨ Nettó ✨ - Við erum stoltar af því að kynna Nettó sem nýjan samstarfsaðila. Með sterkri stöðu á íslenskum markaði og áherslu á heilbrigt og fjölbreytt vöruúrval er Nettó frábær liðsauki í okkar vegferð.
Kliv in i en oändlig värld av stories
Svenska
Sverige