Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.2
17 of 31
Óskáldað efni
Í þessari bók eru fléttaðar saman ótrúlega spennandi og persónulegar frásagnir af því sem raunverulega gerðist í eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010 og sögulegasta farþegaflugi samtímans, þegar risaþotan BA 009 var um það bil að hrapa í hafið árið 1982 með 263 um borð eftir að hafa verið flogið inn í öskuský sem enginn vissi af. Þetta flug var ein helsta ástæða flugbannsins í Evrópu.
Hér lýsa íbúarnir undir Eyjafjöllum og í Fljótshlíð – karlar, konur og börn – tilfinningum sínum þegar skyndilega kemur tilkynning um að þeir verði að yfirgefa heimili sín – fyrst vegna flóða og síðan öskuskýsins ógurlega. Bændur sjá varla handa sinna skil þegar þeir fá að fara heim til mjalta – svefnlausir í ógnvekjandi þögn og myrkri öskunnar. Þeir lýsa áföllunum og óttanum um skepnurnar og afdrif fjölskyldnanna. Þessar hreinskilnislegu lýsingar fólksins á eldgosasvæðunum hafa flestar aldrei komið fram áður og láta engan ósnortinn.
Flugbannið í Evrópu var einkum sett í ljósi þeirra atburða sem urðu í flugi Erics Moody, flugstjóra BA 009, en hann kom til Íslands og hitti höfundinn haustið 2010.Stuttu eftir að eldgosið í Eyjafjallajökli hófst hringdi síminn á heimili Erics. Fjölmiðlar heimsins vildu fá hann til að lýsa hinu sögulega flugi árið 1982, en allir um borð héldu að þeir myndu deyja. Höfundur ræddi við Eric og áhöfn hans og farþega víða um heim. Lýsingarnar eru með algjörum ólíkindum. Fólkið sem var um borð lýsir einnig tilfinningum sínum þegar eldgosið í Eyjafjallajökli stóð yfir.
© 2018 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935417251
Útgáfudagur
Hljóðbók: 2 januari 2018
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland