Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Ókei, sko - ef Adam Connor, stórkostlegt eintak af karlmanni, nýfráskilinn óskarsverðlaunahafi, flytti inn í næsta hús, myndir þú ekki reyna að gægjast yfir í garðinn hans? Bara í þeirri von að sjá hann? Kannski nakinn! Myndir þú ekki bara bráðna við að sjá hann lyfta lóðum? Ekki ljúga! Og þarf ég að minnast á magavöðvana, handleggina eða bringuna? Eigum við að ræða það eitthvað, eða? Mig langaði að fara yfir til hans og leyfa honum að halla sér að öxl minni - eða jafnvel að brjóstunum! - og gráta (þú veist, út af skilnaðinum og allt það). Og hvernig var mér þakkað fyrir? Með trylltu kynlífi og endalausum fullnægingum? Nei, fjandinn hafi það. Og, sko, hefði ekki hver sem er prílað yfir til að bjarga krakkanum hans ef hann dytti í sundlaugina og enginn annar væri nálægt? Það er nefnilega akkúrat það sem ég gerði. En þá hringdi hann bara í lögguna og lét stinga mér í steininn eins og einhverjum eltihrelli. Að hata Adam Connor er stórkostlega skemmtileg, dásamlega klúr og alveg sjóðandi heit ástarsaga frá sama höfundi og skrifaði Að elska Jason Thorn. Eins og í fyrri bók er ekkert dregið undan. Sagan inniheldur óheflað orðbragð og kynlíf og er þar af leiðandi ekki ætluð viðkvæmum eða lesendum yngri en 18 ára.
© 2024 Storyside (Hljóðbók): 9789180840286
© 2024 Storyside (Rafbók): 9789180840293
Þýðandi: Margrét Urður Snædal
Útgáfudagur
Hljóðbók: 15 juli 2024
Rafbók: 15 juli 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland