Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
„Kortagögn og málefni kortasafna“ birtir hugleiðingar um landfræðileg upplýsingamál, en í bókinni eru 60 pistlar sem áður hafa birst á vefsíðunni landakort.is á tímabilinu 2015–2019. Það er þekkt staðreynd að kort, loftmyndir og gervitunglagögn geyma verðmætar upplýsingar um Ísland og eru heildstæðustu heimildirnar sem til eru um það hvernig yfirborð landsins hefur þróast og breyst. Á tímum hraðfara landbreytinga af völdum manna og náttúru verður gott aðgengi að landfræðilegum gögnum ómetanlegt, einkum þegar bera þarf saman ný kortagögn við eldra efni. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist ríkir stefnu- og aðgerðaleysi í varðveislumálum landfræðilegra gagna á Íslandi, sem sést oft á því að kortagögn liggja á einhverjum stöðum undir skemmdum, jafnvel óskráð og gætu glatast. Nú er svo komið að það þarf vitundarvakningu til að snúa þessari þróun við, þannig að gagnaöryggi sé tryggt og opnara aðgengi verði í gegnum netlausnir að öllum helstu upplýsingum um hinn landfræðilega menningararf Íslendinga. Markmiðið með útgáfu bókanna „Kortagögn og málefni kortasafna“ (1) og „Fjarkönnunargögn og skipulag landupplýsinga“ (2), er að auka umræðu um aðgengis- og varðveislumál landfræðilegra gagna. Í bókunum eru samtals 123 efnisflokkaðir pistlar með heimildaskrám og orðskýringum.
Þorvaldur Bragason landfræðingur og upplýsingafræðingur hefur á fjögurra áratuga starfsferli öðlast víðtæka þekkingu og reynslu á sviði landfræðilegra gagnamála. Hann hefur á þeim tíma komið að stjórnun margvíslegra landfræðilegra upplýsingaverkefna bæði innan stofnana, lengst af hjá Landmælingum Íslands og Orkustofnun og í samstarfsverkefnum stofnana og samtaka á sviði landupplýsinga. Þorvaldur hefur um árabil samhliða öðrum störfum rekið á eigin vegum vefgáttirnar landakort.is og landkönnun.is á netinu.
© 2020 Emma.is (Rafbók): 9789935203946
Útgáfudagur
Rafbók: 1 augusti 2020
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland