Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.4
12 of 12
Glæpasögur
Eftir þrjá daga mun ég hlaupa af stað. Eftir að ég hleyp af stað hafið þið þrjár klukkustundir til að stöðva mig.
Hörður Grímsson á ekki sjö dagana sæla. Hann er að rannsaka ólöglegt verðsamráð stórfyrirtækja en saknar þess að rannsaka alvöru glæpi. Í einu hádegishléinu heyrir hann undarlega yfirlýsingu óþekkts manns í lokuðu talstöðvarkerfi lögreglunnar. Er um hótun eða gabb að ræða? Hörður ber málið undir yfirmann sinn, sem segir enga ástæðu til að bregðast við.
Þegar sama yfirlýsingin hljómar í talstöðvarkerfinu daginn eftir fær Hörður leyfi til að reyna að komast til botns í þessu dularfulla máli. Hver er að tjá sig á lögreglurásinni og hvað vakir fyrir honum? Hörður hefur lítið sem ekkert í höndunum til að byrja með en leggur nótt við dag við rannsóknina.
Tíminn líður og dagur hinna boðuðu aðgerða rennur brátt upp. Þann dag spáir veðurstofan hamslausum vestanstormi en Hörður óttast að annað og meira en óveður sé í aðsigi.
Getur verið að hryðjuverk séu í uppsiglingu á Íslandi?
Dauðinn einn var vitni er tólfta bókin um rannsóknarlögreglumanninn sérlundaða Hörð Grímsson, sem hefur fyrir löngu skipað sér í hóp allra vinsælustu skáldsagnapersóna samtímans.
© 2025 Sögur útgáfa (Hljóðbók): 9789935312709
© 2025 Sögur útgáfa (Rafbók): 9789935312693
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 januari 2025
Rafbók: 1 januari 2025
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland