Kaja
13 okt. 2023
Bókin er langdregin of mörg orð um lítið efni.
4
Glæpasögur
Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar. Áratugum saman hvílir mál Láru þungt á íslensku þjóðinni og engin skýring kemur fram á hvarfi hennar. Í ágúst 1986 fer ungur blaðamaður að grafast fyrir um þetta dularfulla mannshvarf – með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Hér bjóða Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir lesendum í ferðalag á vit sumarsins þegar Reykjavík átti 200 ára afmæli, Bylgjan og Stöð 2 voru að fara í loftið og leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs stóð fyrir dyrum. Og þetta sumar komu líka fram óvæntar vísbendingar um afdrif Láru Marteinsdóttur. Haraldur Ari Stefánsson og Aldís Amah Hamilton lesa.
Útgáfudagur
Hljóðbók: 12 oktober 2023
4
Glæpasögur
Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar. Áratugum saman hvílir mál Láru þungt á íslensku þjóðinni og engin skýring kemur fram á hvarfi hennar. Í ágúst 1986 fer ungur blaðamaður að grafast fyrir um þetta dularfulla mannshvarf – með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Hér bjóða Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir lesendum í ferðalag á vit sumarsins þegar Reykjavík átti 200 ára afmæli, Bylgjan og Stöð 2 voru að fara í loftið og leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs stóð fyrir dyrum. Og þetta sumar komu líka fram óvæntar vísbendingar um afdrif Láru Marteinsdóttur. Haraldur Ari Stefánsson og Aldís Amah Hamilton lesa.
Útgáfudagur
Hljóðbók: 12 oktober 2023
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 577 stjörnugjöfum
Spennandi
Ófyrirsjáanleg
Mögnuð
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 577
Kaja
13 okt. 2023
Bókin er langdregin of mörg orð um lítið efni.
Erla
14 okt. 2023
Bjóst við meiru ...
Anna
14 okt. 2023
Fín bók og lesturinn frábær Takk
Guðrún
14 okt. 2023
Frábær bók og vel lesin.
Unnur
14 okt. 2023
Algjörlega frábær afþreying og skemmtilegt ferðalag að sögulegum atburðum og stöðum í sögu landsins. Ég náði sneið af kökunni góðu 11 ára gömul.
Kata
23 okt. 2023
Langdregin, kvk lesturinn pirraði mig, eyðilagði bókina eiginlega. Bjóst við meiru.
Ingibjörg
17 okt. 2023
Ég hafði gaman af þessari bók og lesturinn góður :)
Jóhanna
14 okt. 2023
Góð glæpasaga og gaman að "detta" inn í 9. áratuginn og minnast atburðanna á þeim tíma. Mæli með bókinni. Lesturinn góður.
Guðlaug
15 okt. 2023
Þrælgóð sakamálasaga. Gaman að fá þennan glugga inn í hinn viðburðaríka níunda áratug síðustu aldar. Lestur beggja mjög góður. Takk.
Guðný
13 okt. 2023
Góð spennusaga og lesarar gerðu það vel og túlkuðu spennuna🌺
Íslenska
Ísland