Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Það sem ljósið má ekki sjá er spennandi rómantísk saga sem notið hefur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Nash Morgan lögreglustjóri er ekki eins og hann á að sér að vera eftir að hafa orðið fyrir skotárás og í ofanálag gengur byssumaðurinn laus í smábæ þar sem lög og regla skipta íbúana ekki höfuðmáli. Að fá hina leggjalöngu og kjaftforu Línu Solavita fyrir nágranna er það síðasta sem hann þarf á að halda. Hún laðar fram í honum tilfinningar sem hann sjálfur veit ekki almennilega hvernig hann á að bregðast við.
Lína hefur verk að vinna. Hún ætlar að kveðja um leið og hún hefur fundið það sem hún leitar en íbúarnir í Knockemout eru á öðru máli. Áður en hún veit af er hún orðin hluti af bæjarlínu, röltir um bæinn með hund nágrannans og er á leið með að verða brúðarmær. Og hún stendur á hleri þegar kynþokkafulli lögreglustjórinn í næstu íbúð fer í sturtu.
Samband þeirra breytist á augabragði þegar Nash áttar sig á að Lína býr yfir hættulegu leyndarmáli. Það neistar á milli þeirra en eru það ástarblossar eða hatursbál? Nú reynir á þau bæði. Þora þau að hleypa ástinni inn í líf sitt? Og geta þau það þegar óvinir þeirra láta til skarar skríða?
Lucy Score er margfaldur metsöluhöfundur sem oft hefur vermt efsta sætið á metsölulista New York Times. Það sem ljósið má ekki sjá er sjálfstæð bók í hinni geysivinsælu Knockemout seríu. Fleiri bækur eftir Lucy Score munu koma út á næstu misserum. Lesarar: Þórunn Erna Clausen og Rúnar Freyr Gíslason.
© 2025 BF-útgáfa ehf (Hljóðbók): 9789935559494
Þýðendur: Kritsján B. Jónasson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 21 augusti 2025
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Yfir 900.000 hljóð- og rafbækur
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland
