Rósa
17 juli 2022
Bæði sorgleg, skemmtileg og vekur til umhugsunar
Stundum er það sá sem maður elskar mest sem særir dýpst. Lífið hefur ekki alltaf verið Lily auðvelt og hún hefur lagt hart að sér til að öðlast það sem hún þráir. Hún komst frá smábænum sem hún ólst upp í og útskrifaðist úr háskóla, flutti til Boston og stofnaði eigið fyrirtæki. Svo þegar hún kynnist sjóðheita heila- og taugaskurðlækninum Ryle Kincaid virðist tilvera hennar næstum of góð til að vera sönn. Ryle er ákveðinn, þrjóskur, jafnvel svolítið hrokafullur, og hefur engan áhuga á samböndum, hvað þá hjónabandi. En Ryle er líka nærgætinn, klár og ansi hrifinn af Lily. Og Lily verður undantekningin frá bannað-að-deita-konur-reglu hans.
Þegar Atlas, fyrsta ástin hennar, verndari og sálufélagi, dúkkar óvænt upp myndast brestir í annars fullkomnu lífi Lily og hún stendur skyndilega í sporum sem hún bjóst aldrei við að verða í.
„Ef hjartað í þér slær þarftu að lesa þessa bók.“ – CAMI GARCIA – metsöluhöfundur New York Times # 1
© 2022 Bókabeitan - Björt (Hljóðbók): 9789935528315
© 2022 Bókabeitan - Björt (Rafbók): 9789935528322
Þýðandi: Marta Hlín Magnadóttir, Birgitta Elín Hassell
Útgáfudagur
Hljóðbók: 12 juli 2022
Rafbók: 12 juli 2022
Merki
Stundum er það sá sem maður elskar mest sem særir dýpst. Lífið hefur ekki alltaf verið Lily auðvelt og hún hefur lagt hart að sér til að öðlast það sem hún þráir. Hún komst frá smábænum sem hún ólst upp í og útskrifaðist úr háskóla, flutti til Boston og stofnaði eigið fyrirtæki. Svo þegar hún kynnist sjóðheita heila- og taugaskurðlækninum Ryle Kincaid virðist tilvera hennar næstum of góð til að vera sönn. Ryle er ákveðinn, þrjóskur, jafnvel svolítið hrokafullur, og hefur engan áhuga á samböndum, hvað þá hjónabandi. En Ryle er líka nærgætinn, klár og ansi hrifinn af Lily. Og Lily verður undantekningin frá bannað-að-deita-konur-reglu hans.
Þegar Atlas, fyrsta ástin hennar, verndari og sálufélagi, dúkkar óvænt upp myndast brestir í annars fullkomnu lífi Lily og hún stendur skyndilega í sporum sem hún bjóst aldrei við að verða í.
„Ef hjartað í þér slær þarftu að lesa þessa bók.“ – CAMI GARCIA – metsöluhöfundur New York Times # 1
© 2022 Bókabeitan - Björt (Hljóðbók): 9789935528315
© 2022 Bókabeitan - Björt (Rafbók): 9789935528322
Þýðandi: Marta Hlín Magnadóttir, Birgitta Elín Hassell
Útgáfudagur
Hljóðbók: 12 juli 2022
Rafbók: 12 juli 2022
Merki
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Heildareinkunn af 2321 stjörnugjöfum
Hjartahlý
Sorgleg
Mögnuð
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 2321
Rósa
17 juli 2022
Bæði sorgleg, skemmtileg og vekur til umhugsunar
Linda Linnet
12 juli 2022
Þessi bók fær 10 stjörnur af 5. Átakanleg saga en mjög góð. Hún er sorgleg en samt hlý. Lesturinn var mjög góður. Takk fyrir mig.
Rakel Linda
23 juli 2022
Góđ bók sem lýsir vel mannlegu samspili í ofbeldissamböndum og af hverju konur fara ekki strax út úr þeim ađstæđum þegar rauđu flöggin fara á loft. Bókin gefur innsýn inn í þann veruleika ađ ofbeldismenn eiga sér fleiri en eina hliđ og geta veriđ mjög sjarmerandi og sannfærandi.
Þorbjörg
14 juli 2022
Óhugnanlega sönn Vel lesin
Kristín
14 juli 2022
Ég hlustaði á þessa bók á ensku og hún er ein af þeim bestu s.l. ár - a.m.k. Frábær bók
Þórhildur
17 juli 2022
Vel lesin, góður eftirmáli.
Sara
27 juli 2022
Hélt mér vel við efnið, vel skrifuð og þýdd. Mjög góður lestur.
Edda Birna
25 aug. 2022
Lesturinn er góður en sagan er engan veginn minn tebolli. Lengst af er hún ferlega leiðinleg klámbók skrifuð fyrir unglinga með smá söguþræði en breytir um stefnu og ofbeldi eykst. Ég get ekki mælt með þessari, því miður.
Brynhildur
16 juli 2022
Frábær!
Kristrun
24 juli 2022
Mögnuð bók. Heillandi og fræðandi en alls ekki létt. Góður lestur.
Íslenska
Ísland