4.6
Klassískar bókmenntir
Hús andanna er heillandi og stórbrotin ættarsaga þar sem litríkar persónur, lífs og liðnar, taka þræði örlaganna í eigin hendur og missa þá á víxl. Clara del Valle, Esteban Trueba, afkomendur þeirra, tengdafólk og nágrannar verða ljóslifandi í leiftrandi skemmtilegri frásögn sem markast af ósviknu suðuramerísku töfraraunsæi. Í þessari undraverðu sagnaveröld eru ættarstolt, yfirskilvitlegir eiginleikar og holdlegar ástríður ráðandi öfl í lífi fólksins sem tekst á við umrót og átök í landi sínu á viðsjárverðum tímum; saga fjölskyldunnar verður þjóðarsaga, fortíðin endurómar í nútíðinni.
Bókin birtist fyrst á spænsku 1982, vakti strax mikla athygli, vann til fjölda verðlauna og var fljótlega þýdd á tugi tungumála. Rómuð íslensk þýðing Thors Vilhjálmssonar kom fyrst út 1987. Isabel Allende er fædd í Chile 1942 en hraktist í útlegð við valdarán hersins 1973 þegar föðurbróðir hennar, Salvador Allende forseti, var myrtur. Hún býr nú í Kaliforníu. Hús andanna var fyrsta skáldsaga hennar og sú sem náð hefur langmestri hylli og útbreiðslu. Sagan var kvikmynduð 1993 og birtist nú á Storytel í dásamlegum lestri Halldóru Geirharðsdóttur.
© 2022 Forlagið (Hljóðbók): 9789979537700
Þýðandi: Thor Vilhjálmsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 21 mars 2022
4.6
Klassískar bókmenntir
Hús andanna er heillandi og stórbrotin ættarsaga þar sem litríkar persónur, lífs og liðnar, taka þræði örlaganna í eigin hendur og missa þá á víxl. Clara del Valle, Esteban Trueba, afkomendur þeirra, tengdafólk og nágrannar verða ljóslifandi í leiftrandi skemmtilegri frásögn sem markast af ósviknu suðuramerísku töfraraunsæi. Í þessari undraverðu sagnaveröld eru ættarstolt, yfirskilvitlegir eiginleikar og holdlegar ástríður ráðandi öfl í lífi fólksins sem tekst á við umrót og átök í landi sínu á viðsjárverðum tímum; saga fjölskyldunnar verður þjóðarsaga, fortíðin endurómar í nútíðinni.
Bókin birtist fyrst á spænsku 1982, vakti strax mikla athygli, vann til fjölda verðlauna og var fljótlega þýdd á tugi tungumála. Rómuð íslensk þýðing Thors Vilhjálmssonar kom fyrst út 1987. Isabel Allende er fædd í Chile 1942 en hraktist í útlegð við valdarán hersins 1973 þegar föðurbróðir hennar, Salvador Allende forseti, var myrtur. Hún býr nú í Kaliforníu. Hús andanna var fyrsta skáldsaga hennar og sú sem náð hefur langmestri hylli og útbreiðslu. Sagan var kvikmynduð 1993 og birtist nú á Storytel í dásamlegum lestri Halldóru Geirharðsdóttur.
© 2022 Forlagið (Hljóðbók): 9789979537700
Þýðandi: Thor Vilhjálmsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 21 mars 2022
Heildareinkunn af 154 stjörnugjöfum
Mögnuð
Hjartahlý
Sorgleg
Náðu í appið og taktu þátt í umræðum og stjörnugjöf
Sýnir 10 af 154
Anna María
25 mars 2023
Yndisleg bók, þýðingin frábær. Svo mikið af fallegum orðum og fallegri íslensku. Lesin snilldarlega af Halldóru:)
Guðrún Katrín
27 apr. 2022
Mjög góð og vel lesin
Kristín
30 mars 2022
Mögnuð, frábært að hlusta á góðan lestur á þessari heillandi bók sem ég las fyrst á 9. áratug siðastu aldar.
Inga
14 apr. 2022
Góð saga og vel lesin
anna
24 mars 2022
Dásemd þetta verk og þýðing Thors.Maður dettur inn í söguna á staðinn ,stundina og situr í stóra húsinu á horninu,hlæjand,grátandi,hissa og hrædd. Lestur Halldóru er snilld. Takk.
Jóna
12 apr. 2023
Dóra les fantavel
Hrafnhildur
14 aug. 2023
Frábær 🤩
Arna Hrönn
7 aug. 2022
Vel lesin og frábærar lýsingar á persónum
Ida
8 okt. 2022
Vá, hvílík bók í frábærum upplestri.
Ingibörg
14 maj 2023
Mjög góður lesari
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland