Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Skáldsögur
Sögusviðið er Indland á dögum Búdda. Siddharta, sonur hindúaprests, yfirgefur fjölskyldu sína og tekur að leita skilnings á eðli tilverunnar. Hann sættir sig ekki við lærdóm og kennisetningar presta og fræðimanna og leitar annarra leiða til að komast hjá hinni eilífu hringrás fæðingar og dauða. Hann kemst að því að einungis eigin reynsla getur fært honum nauðsynlega innsýn og lífsfyllingu.
Þessi indverska sögn er þrungin búddískum og taóískum þankagangi í rytmískum frásagnarstíl Búdda. Fáar bækur í heiminum hafa verið þýddar á jafnmörg tungumál, í Evrópu einni á um 40 þjóðtungur. Þegar Hermann Hesse lést árið 1962, 85 ára að aldri, voru bækur hans næstum orðnar 40 talsins og hafa nú verið prentaðar í yfir 70 milljón eintökum út um víða veröld. Einungis fimmti hluti þessa heildarupplags er á móðurmáli höfundar, þýsku. Í Bandaríkjunum hafa selst um 16 milljónir bóka eftir Hesse, í Japan 15 milljónir og í Suður-Ameríku um 6 milljónir.
Hesse naut strax í upphafi ferils síns talsverðra vinsælda og velgengni. Hann var samt tíðum litinn hornauga af löndum sínum, ekki síst á tímum Þriðja ríkisins. Hann fékk Nóbelsverðlaunin 1946 og óx þá mjög vegur hans heima og á alþjóðavettvangi og bækur hans voru þýddar á öll heimsins tungumál.
© 2024 Ormstunga (Rafbók): 9789979631583
Þýðandi: Haraldur Ólafsson
Útgáfudagur
Rafbók: 14 september 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland