Hljóðbrot
Maníuraunir: Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli - Kristinn Rúnar Kristinsson

Maníuraunir: Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli

Maníuraunir: Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli

4,44 127 5 Höfundur: Kristinn Rúnar Kristinsson Lesari: Kristinn Rúnar Kristinsson
Hljóðbók.
Rafbók.
Maníuraunir - Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli er fyrsta bók Kristins Rúnars Kristinssonar. Bókin er um baráttu hans við geðhvörf, þó aðallega um Maníuhliðina, sem heitir á íslensku oflætisástand, sem færri þekkja. Hin hliðin á geðhvörfum er þunglyndi sem flestallir þekkja með einhverju móti. Geðhvörfin hjá honum byrjuðu með miklu og djúpu þunglyndi þegar hann var 13 ára gamall, árið 2002. Kristinn segir sögur af mikilli hreinskilni, tæpitungulaust og dregur ekkert undan. Margar sögurnar eru lyginni líkastar og vægast sagt bráðfyndnar. Á móti kemur hefur Kristinn farið fimm sinnum á bráðageðdeild Landspítalans við Hringbraut frá því 2009, þar af þrisvar sinnum í lögreglubíl.

„Ég lagðist flatur í rennandi blauta brekkuna og fannst ég geta stjórnað umferðinni með því að tikka lauflétt í grasið með táberginu, það þýddi að ökumaðurinn ætti að gefa örlítið í og halda uppi umferðinni. Ef ökumenn hins vegar keyrðu of hratt og hlýddu því ekki, þegar ég kreppti saman fæturna til að hægja á þeim, barði ég af öllu afli í grasið. Og öskraði að ég væri á leiðinni inn á geðdeild í fjórða sinn út af þeim!“ Brot úr 5. kafla, sem ber heitið: „Handtekinn á brúðkaupsdegi systur minnar" þar sem Kristinn reyndi á örvæntingarfullan hátt að kenna Íslendingum að keyra.

Kristinn les bókina sjálfur.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ævisögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Kristinn Rúnar Kristinsson
Útgefið: 2019-11-15
Lengd: 5Klst. 49Mín

Meiri upplýsingar um rafbókina

Útgefandi: Kristinn Rúnar Kristinsson
Útgefið: 2019-11-15
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga