Hljóðbrot
Litlar konur - Louisa May Alcott

Litlar konur

Litlar konur

3,74 253 5 Höfundur: Louisa May Alcott Lesari: Andrea Ösp Karlsdóttir
Hljóðbók.
Rafbók.
Litlar konur (Little Women) eftir bandaríska rithöfundinn Louisu May Alcott er ein vinsælasta skáldsaga síðari tíma. Bókin segir uppvaxtarsögu fjögurra systra — hinnar fögru og dygðugu Möggu, strákastelpunnar Jóu, hinnar blíðlyndu Betu og ofdekruðu Önnu litlu. Tilvera þeirra fer úr skorðum þegar fjárhagur fjölskyldunnar hrynur. Í sama mund er faðir systranna kallaður í herinn, en sagan gerist í skugga bandaríska borgarastríðsins á nítjándu öld. Nokkru síðar fer móðir þeirra að hjúkra föðurnum. Systurnar fjörmiklu þurfa þá að takast á við lífið upp á eigin spýtur.

Einstaklega hugljúf og skemmtileg skáldsaga sem hefur heillað kynslóðir lesenda, eða allt frá því að hún kom fyrst út árið 1868.

Louisa May Alcott (1832–1888) var þekktur femínisti á sinni tíð og tók einnig þátt í baráttunni fyrir afnámi þrælahalds. Litlar konur er frægasta bók hennar. Hún byggir að hluta á æsku hennar sjálfrar. Þegar hún var spurð að því af hverju hún hefði aldrei gengið í hjónaband gaf hún þá skýringu að hún hefði orðið ástfangin af fjölmörgum fallegum stúlkum en aldrei haft snefil af áhuga á körlum. Alcott barðist hart fyrir því að konur fengju kosningarétt og var fyrsta konan til að skrá sig sem kjósanda í bænum Concord í Massachusetts.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Klassískar bókmenntir Titill á frummáli: Little Women Þýðandi: Páll Skúlason

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-02-25
Lengd: 3Klst. 57Mín
ISBN: 9789179899318

Meiri upplýsingar um rafbókina

Útgefandi: Ugla útgáfa
Útgefið: 2020-10-26
ISBN: 9789935214393
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Byrjaðu áskrift núna