Bláleiftur - Ann Cleeves

Bláleiftur

Bláleiftur

0.0 0 5 Höfundur: Ann Cleeves Lesari: Frosti Jón Runólfsson
Væntanlegar bækur 2020-03-31.
„Bláleiftur er hreint mögnuð.“
- metsöluhöfundurinn Louise Penny

Lögregluforinginn Jimmy Perez á Hjaltlandseyjum fer með unnustu sína heim á uppvaxtarslóðir sínar á Friðarey, paradís fuglaskoðara, þar sem ókunnugir eru litnir hornauga. Stuttu síðar er framið morð í fuglaskoðunarstöð eyjarinnar. Fárviðri verður til þess að eyjan einangrast um hríð frá umheiminum. Það hamlar lögreglurannsókninni og Perez verður að reiða sig á gamaldags aðferðir til að finna vísbendingar. Hann má engan tíma missa. Morðingi gengur laus og Perez óttast að hann láti til skarar skríða á ný.

Ann Cleeves er einn virtasti glæpasagnahöfundur heims. Bækur hennar um lögregluforingjann Jimmy Perez, sem gerast á Hjaltlandseyjum (Shetland), hafa slegið í gegn. Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur gert vandaða sjónvarpsþætti eftir sögunum sem njóta mikilla vinsælda víða um heim.

„Cleeves er ... hin nýja Drottning.“
- Sunday Mirror
Tungumál: Íslenska Flokkur: Glæpasögur Seríur: Hjaltland: 4 Titill á frummáli: Blue Lightning Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Lengd: 0Mín

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga